Mengunarmælingar fyrir austan

Written by admin on . Posted in Sjálfvirkni

Verkfræðistofan hefur sótt, geymt og birt gögn frá veðurstöðvum á Reyðarfirði fyrir Alcoa um nokkur skeið. Frá heimasíðu aloco.is er hlekkur þar sem hægt er að sjá lifandi mæligögn frá stöðvunum svo sem vindátt, vindhraða og SO2 (brennisteinsdíoxíðs). Síðustu daga hefur magn SO2 í andrúmsloftinu aukist verulega vegna eldgossins í Holuhrauni.  Í framhaldi af því var einn SO2 mælirinn fluttur frá Reyðarfirði til Egilsstaða.

Hægt var að nálgast síðustu mælingar bæði frá loftgaedi.is og alcoa.is og var umferð það mikil á vef okkar að hann átti erfitt með að anna eftirspurninni. Ákveðið var að setja upp einfaldari famsetning fyrir þessar mælingar fyrir almenning svo allir gætu skoðað síðustu mælingar. 

Hér er mynd af yfirlitinu sem sett var upp þar sem 2 línurit með SO2 mælingum frá Reyðarfirði og Egilsstöðum voru ásamt síðustu mæligildum.

Vista-Dashboard

 

Heimsóknir sl. 2 sólahringa voru rúmlega 10.000 talsins.