Uppfærsla á mælikerfi

Written by admin on . Posted in Uncategorized

Í ágústmánuði 2014 var hafist handa við að lagfæra og endurnýja mælibúnað fyrir austan fjall. Ástæðan fyrir þessari framkvæmd voru truflanir á mælingum. Helstu verkþættir voru að setja upp nýjan nema, skipta út mælimögnurum, aðskilja rafkerfi svæðisins við mælitæki og yfirfara allan þann búnað sem Vista rekur á þessu svæði. Eftir breytingar má sjá hvernig mælingarnar hafa batnað en mun nákvæmari mælingar eru að skila sér núna. Eftirfarandi myndir voru teknar frá gagnavef Vista og sýna mælingar fyrir og eftir breytingar.

Graph1 Graph2

Gröfin sýna hæðarmælingu með Geokon þrýstinema fyrir og eftir breytingu. Umtalsverð truflun hefur haft áhrif á mælinguna eins og sjá má á mynd 1 en með nýja tækni og bættar aðferðir er mögulegt að framkvæma mun nákvæmari mælingu. Mynd 2 sýnir mælinguna eftir breytingu  en ljóst er að truflunin sem áður hafði áhrif á mælinguna er ekki lengur til staðar. 

Tjald

Tjald sett upp til að vinna við við mælistöð.

Kassi

Campbell AVW200 vibrating wire interface.

Mengunarmælingar fyrir austan

Written by admin on . Posted in Sjálfvirkni

Verkfræðistofan hefur sótt, geymt og birt gögn frá veðurstöðvum á Reyðarfirði fyrir Alcoa um nokkur skeið. Frá heimasíðu aloco.is er hlekkur þar sem hægt er að sjá lifandi mæligögn frá stöðvunum svo sem vindátt, vindhraða og SO2 (brennisteinsdíoxíðs). Síðustu daga hefur magn SO2 í andrúmsloftinu aukist verulega vegna eldgossins í Holuhrauni.  Í framhaldi af því var einn SO2 mælirinn fluttur frá Reyðarfirði til Egilsstaða.

Hægt var að nálgast síðustu mælingar bæði frá loftgaedi.is og alcoa.is og var umferð það mikil á vef okkar að hann átti erfitt með að anna eftirspurninni. Ákveðið var að setja upp einfaldari famsetning fyrir þessar mælingar fyrir almenning svo allir gætu skoðað síðustu mælingar. 

Hér er mynd af yfirlitinu sem sett var upp þar sem 2 línurit með SO2 mælingum frá Reyðarfirði og Egilsstöðum voru ásamt síðustu mæligildum.

Vista-Dashboard

 

Heimsóknir sl. 2 sólahringa voru rúmlega 10.000 talsins.