Veðurstöðvar í Finnafirði

Written by admin on . Posted in Uncategorized

Frá því að Verkfræðistofan Vista var stofnuð árið 1984 hefur sérþekking hennar í sjálfvirkum mælistöðvum þróast samhliða örtvaxandi tækniframförum. Verkefni sem tengjast þessari tækni eru mörg og margvísleg en veðurathugunarstöðvar hafa ávalt verið hlutur af þessum hópi. Verkfræðistofan Vista hefur hannað og þróað sjálfvirkar veðurathugunarstöðvar fyrir íslenskar aðstæður sem bæði eru áreiðanlegar og endingargóðar. Vista fékk nýverið það verkefni að setja upp og hafa eftirlit af tveimur slíkum stöðvum á Norðausturlandi en um er að ræða 10m há möstur sem mæla vindátt og hraða ásamt ýmis hitastig umhverfisins. Áhersla er lögð á að orkunotkun kerfisins sé mjög lág en notast er við sólarsellu sem er aflgjafa sem tilvalið er á afskektum svæðum.

 

Veðurathugunarstöð Vista á Norðausturlandi. Veðurathugunarstöð Vista á Norðausturlandi. Veðurathugunarstöð Vista á Norðausturlandi.

Uppsetning á VDV í Botswana

Written by admin on . Posted in Uncategorized

Stærsta demantanáma í heimi

Nýlega fékk Verkfræðistofan Vista það verkefni að setja upp hugbúnaðinn sinn (VDV) í Orapa demantanámunni í Botswana, Afríku. Orapa náman (staðsett um 550km norðan af Gaborone höfuðborg landsins) er stærsta demantanáma í heimi að flatarmáli og hóf rekstur 1971. Demantavinnsla hefur skipt Botswana gríðarlegu miklu máli sl. 4 áratugi og skila námurnar um 40% af tekjum ríkisins. Náman keypti 8x10metra háar veðurstöðvar af innlendum aðila sem vantaði hugbúnað til að birta mæligögn, sjá um viðvaranir og gefa skýrslur. Ákveðið var að senda starfsmann Vista á svæðið til að setja upp kerfið ásamt því að þjálfa starfsmenn námunnar í notkun hugbúnaðarins. Í lok nóvember flaug Andrés Andrésson út til að vinna þá vinnu. 

Náman keypti 8 veðurstöðvar til að fylgjast með veðri, úrkomu og jarðvatni í kringum námuna. Rigningin getur verið mjög staðbundin svo ákveðið var að setja veðurstöðvarnar nálægt hvor annarri til að ná að mæla alla þá rigningu sem kæmi á svæðið. Með þessum mælingum er hægt að taka betri ákvarðanir með vatnsforða námunnar sem er mjög mikilvægur þar sem vatn er notað til að ná demöntum úr berginu.

mynd1

Verkfræðistofan Vista þróar og hannar hugbúnaðinn Vista Data Vision sem notaður er til birtingar á mæligögnum frá allskyns nemum. Sem dæmi má nefna veðurstöðvar, sprungu-, umhverfis-, brúar-, titrings- og vindorkumælingum. Vista Data Vision hefur verið í þróun sl. 23ár og er nú notaður í 6 heimsálfum af mörgum af stærstu verkfræðistofum heims.

Ein af veðurstöðvunum sem settar voru upp.

Uppfærsla á mælikerfi

Written by admin on . Posted in Uncategorized

Í ágústmánuði 2014 var hafist handa við að lagfæra og endurnýja mælibúnað fyrir austan fjall. Ástæðan fyrir þessari framkvæmd voru truflanir á mælingum. Helstu verkþættir voru að setja upp nýjan nema, skipta út mælimögnurum, aðskilja rafkerfi svæðisins við mælitæki og yfirfara allan þann búnað sem Vista rekur á þessu svæði. Eftir breytingar má sjá hvernig mælingarnar hafa batnað en mun nákvæmari mælingar eru að skila sér núna. Eftirfarandi myndir voru teknar frá gagnavef Vista og sýna mælingar fyrir og eftir breytingar.

Graph1 Graph2

Gröfin sýna hæðarmælingu með Geokon þrýstinema fyrir og eftir breytingu. Umtalsverð truflun hefur haft áhrif á mælinguna eins og sjá má á mynd 1 en með nýja tækni og bættar aðferðir er mögulegt að framkvæma mun nákvæmari mælingu. Mynd 2 sýnir mælinguna eftir breytingu  en ljóst er að truflunin sem áður hafði áhrif á mælinguna er ekki lengur til staðar. 

Tjald

Tjald sett upp til að vinna við við mælistöð.

Kassi

Campbell AVW200 vibrating wire interface.